Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 09:00

LET: Ko sigraði á heimavelli

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa NZ Women´s Open.

Ko lék á samtals 14 undir pari, 202 höggum (70 61 71) þrátt fyrir 10 högga sveifla milli hringja í dag.

Á 2. hring setti hún nefnilega vallarmet í Christchurch á Clearwater golfvellinum, lék á stórglæsilegu 61 höggi!!!

Þetta er 3. sigur Ko á LET og 10 alþjóðlegi sigur hennar.

Sigur Ko var sannfærandi en hún átti 4 högg á næsta keppanda áhugamanninn Hönnuh Green, sem náði þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti.

Í 3. sæti varð síðan sigurvegari á lokaúrtökumóti LET í Lalla Aicha Tour School í Marocco, danski kylfingurinn Nanna K Madsen á samtals 9 undir pari eða heilum 5 höggum á eftir Ko.

Til þess að sjá lokastöðuna á  ISPS Handa NZ Women´s Open SMELLIÐ HÉR: