Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 04:00

PGA: Frábært högg Sergio Garcia úr vatni – Myndskeið

Sergio Garcia átti glæsilegt högg úr vatni á 1. hring Honda Classic mótsins.

Hann spilaði 1. hring á 2 yfir pari, 72 höggum.

Garcia var með ansi hreint skrautlegt skorkort; fékk ferlegan þrefaldan skolla á par-4 12. braut PGA National og var síðan líka með 3 skolla og 4 fugla.

En það er ekkert sem tekur frá honum glæsihöggið upp úr vatni á par-5 18. holunni, þar sem hann bjargaði pari.

Ekki er ljóst hver sætistala Garcia er nú en hann var kominn á 7. braut 2. hrings þegar mótinu var frestað vegna myrkurs.

Sjá má glæsihögg Garcia með því að SMELLA HÉR: