Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía í 17. sæti og Íris Katla T-53 í Converse Spring Inv.

Stefanía  Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2014 varð í 17. sæti á Converse Spring Invite en Íris Katla Guðmundsdóttir, GR varð T-53.

Mótið fór fram 23.-24. febrúar s.l. í Carolina Country Club í Spartansburg, Suður-Karólínu.

Stefanía Kristín lék á 9 yfir pari, 81 höggi og varð í 17. sæti af 86 keppendum í mótinu en Íris Katla lék á 91 höggi og varð T-53.

Lið Pfeiffer, sem Stefanía Kristín leikur með deildi 5. sætinu með Catawba í liðakeppninni af 16 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu, en lið Írisar Kötlu, The Royals varð í 4. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Converse Spring Invite SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Stefaníu og Írisar Kötlu fer fram 9. mars n.k. á Hilton Head í S-Karólínu.