Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda —- 27. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og á því 22 ára afmæli í dag!!! Jessica á sama afmælisdag og kólombíski kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 25 ára stórafmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990.

pp_Uribe_Mariajo_lg
Mariajo Uribe
Jessica komst í golffréttirnar í febrúar 2012 þegar hún vann sinn fyrsta sigur á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili.

Jessica er dóttir tennisspilaranna Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Sigmundur Guðmundsson (51 ára)

Jóna Sigríður Halldórsdóttir (26 ára)

Gunnar Hallberg (43 árs)

Föt Til Sölu (34 ára)

Jóhann Björn Elíasson (44 ára)

Auður Björt Skúladóttir (24 ára)

Daðey Einarsdottir (55 ára)

Dóra Birgis Art (37 ára)

Jóhann Island Elíasson (44 ára)

Húfur Sem Hjálpa (41 árs)

DóraBirgis Myndlistakona Og Áhugaljósmyndari (37 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is