Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 08:15

PGA: Rory byrjar ekki vel á Honda Classic

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy byrjaði ekki vel á Honda Classic, en hann sendi upphafsteighögg sitt á 1. beint út í buska og varð að fara aftur á teig og taka annað högg.

Sem betur fer lauk hringnum hjá Rory betur en hann byrjaði en hann fékk fugla á 2 lokaholurnar.

Niðurstaðan: Hringur upp á 3 yfir pari, 73 högg.  Reyndar hringur sem var ansi skrautlegur en Rory fékk 4 fugla, 3 skolla og 2 skramba. Og Rory deilir 79. sætinu ásamt 22 öðrum þ.á.m. mönnum á borð við Justin Rose, Francesco Molinari, Stephen Gallacher og Camilo Villegas.

Rory er 8 höggum á eftir forystumanni 1. hrings Jim Herman.

Sjá má myndskeið með blaðamannafundi Rory eftir 1. hringinn með því að SMELLA HÉR: 

Þar sagði Rory m.a. erfitt hefði verið þegar ekkert hefði gengið upp hjá honum og það hefði verið svolítið hvasst.