Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Nic Henning í forystu á Joburg Open – Hápunktar 1. dags

Það er heimamaðurinn Nic Henning sem er í efsta sæti eftir 1. dag Joburg Open, en mótið er samstarfsverkefni Evrópumóta- raðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska.

Henning spilaði 1. hring á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum.  Á hring síðum fékk Henning 1 örn og 7 fugla, auk 10 para.

Henning er 45 ára og hefir sigrað 4 sinnum á suður-afríska Sólskinstúrnum á ferli sínum.

Ekki langt undan eða aðeins 1 höggi á eftir Henning eru landar hans Tich Moore og Tjaart Van der Walt auk Belgans Thomas Pieters, sem allir léku á 8 undir pari, 63 höggum.

Fylgjast má með stöðuna á Joburg Open með því að SMELLA HÉR, en 2. hringur er þegar hafinn

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: