Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2015 | 00:01

GR: Marólína efst e. 6. umferð í púttmótaröð GR-kvenna

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) má lesa eftirfarandi frétt:

Um eitthundrað konur létu sig ekki vanta á sjötta púttkvöldi GR kvenna í Crosspúttmótaröðinni enda fer nú skiptunum fækkandi til að slá um sig á Korpunni í keppninni um púttmeistara GR kvenna.

Völlurinn [á 6. púttmótinu] var þröngur og langur og máttu púttarar vara sig á að rekast ekki í næsta kylfing eða labba þvert yfir púttlínu eins og dæmi voru um en allt fór þó vel.

Besta skor kvöldsins var 28 högg og það áttu Marólína [Erlendsdóttir] og Helga [Hilmarsdóttir] en þær tróna einmitt á toppnum í tveimur efstu sætunum. [Marólína er í efsta sæti með samtals 110 pútt – Helga er í 2. sæti með samtals 113 pútt].  Örfá högg skilur á milli efstu sæta og allt getur gerst, það þarf ekki nema einn draumahring og staðan getur gjörbreyst.

Nú fer að síga á seinni hlutann, aðeins 2 kvöld eftir og þar sem við vitum að á meðal GR kvenna eru mjög svo listrænar konur þá höfum við ákveðið að efna til markaðskvölds síðasta púttkvöldið okkar, þann 10.mars. Þá gefst konum gott færi á að kynna vörur sínar og við hinar sem eru skemmra komnar á listabrautinni fáum að skoða hvað miklar hæfileikakonur eru í hópnum og dást að fallegri hönnun þeirra.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 6. umferð á púttmótaröð GR-kvenna SMELLIÐ HÉR: