Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2015 | 20:00

3 ástæður þess að bandaríska Ryder Cup liðið 2016 verður eitt það sterkasta nokkru sinni

Margir líta á skipan Davis Love III sem skref aftur á bak fyrir bandaríska Ryder Cup keppnina.

Það er hins vegar ekki rétt.  Þetta kynni að vera ein meginástæða þess að lið Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2016 verður eitt það sterkasta sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni haft.

Love þyrstir í að hefna ófaranna 2012; þegar stóra slysið frá bandarískri sýn átti sér stað: „Kraftaverkið í Medinah“; þegar lið Evrópu sigraði eftir vonlausa stöðu fyrir lokadaginn, sunnudaginn.

„Ég er hér með sama markmið og 2012 en ekki sem sami fyrirliði,“ sagði Love á blaðamannafundi eftir að kynnt var um skipan hans sem fyrirliða.  Nánari skýring á hvernig hann væri öðruvísi sem fyrirliði fylgdi ekki.  En lesa má milli línanna að hann sé næstum eins og maður með köllun og köllunin sé að hefna ófaranna 2012 og gera betur, jafna út ósigurinn frá 2012.

Önnur ástæða þess að bandaríska Ryder Cup liðið 2016 kynni að verða eitt það allra sterkasta er að Bandaríkjamenn eiga fullt af spennandi, ungum þrælsterkum kylfingum, menn á borð við  Rickie Fowler, Keegan Bradley, Harris EnglishBrooks Koepka, Billy Horschel, Chris Kirk, Jordan Spieth, Russell Henley og svo mætti lengi telja. Reyndar ekki ólíklegt að enn yngri menn eigi eftir að vekja athygli á sér.

Svo má ekki gleyma mönnum á borð við Dustin Johnson, Bubba Watson og Jimmy Walker.

Í þriðja lagi lítur svo út að menn á borð við Tiger Woods og Phil Mickelson muni ekki verða með í liðinu, en þeir eru þó búnir að hafa áhrif á Ryderinn 2016 þar sem þeir voru í 8 manna sérsveitinni, sem hefir það hlutverk að undirbúa Ryderinn 2016 og völdu Davis Love III. Það hefir oft ekkert reynst sérlega gott að hafa þá í liðinu – þeir eru of miklar stjörnur og einstaklingar til þess að virka vel í liði.