Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2015 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór varð T-8 og Emil í 14. sæti í Louisiana – Geaux Colonels í 3. sæti!!!

Andri Þór Björnsson, GR, Emil Ragnarsson, GKG og The Geaux Colonels, golflið Nicholls State tóku þátt í Atchafalaya Intercollegiate í The Atchafalaya á Idlewild golfvellinum í Louisiana.

Mótið fór fram 23.-24. febrúar 2015 og þátttakendur voru 45 frá 8 háskólum.

Það var Nicholls State sem var gestgjafi mótsins.

Andri þór varð T-8 en hann lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (73 82 76), en Emil varð í 14. sæti á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (79 77 77).  Andri Þór, Emil og The Geaux Colonels urðu í 3. sæti í liðakeppninni!!!

Íslensku keppendurnir voru báðir í efri þriðjungi allra þátttakenda þ.e. meðal topp-15, sem er glæsilegur árangur!!!

Til þess að  sjá lokastöðuna á Atchafalaya Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Andra Þórs, Emils og golfliðs Nicholls State er 9. mars n.k. í Alabama.