Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik T-11 og Rúnar og Minnesota í 13. sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK tóku þátt í háskólamótinu Puerto Rico Classic, í Puerto Rico, en mótinu lauk í gær.

Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólaliðum.

Guðmundur Ágúst lék  á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 77 76). Lið ETSU varð T-11 í liðakeppninni.

Rúnar lék á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (78 76 79) og lauk keppni T-68. Lið Rúnars, Minnesota State varð  í 13. sæti í liðakeppninni.

Næsta keppni Rúnars og Minnesota State fer fram  26. mars n.k. í Kaliforníu,  en næsta mót sem Guðmundur Ágúst og ETSU taka þátt í er í Suður-Karólínu 9. mars n.k.

Til að sjá lokastöðuna á Puerto Rico Classic SMELLIÐ HÉR: