Rúnar Arnórsson, GK. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og Rúnar eru að spila lokahringinn á Puerto Rico – Fylgist með!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK taka þátt í háskólamótinu Puerto Rico Classic, í Puerto Rico, en mótinu lýkur í dag.

Þátttakendur í mótinu eru 75 frá 15 háskólaliðum.

Rúnar er búinn að spila á samtals 9 yfir pari (78 76) og er T-51 fyrir lokahringinn.  Lið Rúnars, Minnesota State er í 12. sæti eftir 2. hring.

Guðmundur Ágúst er búinn að spila á samtals 11 yfir pari (77 77).  Lið ETSU er í 9. sæti í liðakeppninni.

Verið er að spila lokahringinn og til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR: