Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 17:08

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Emil hefja leik á Atchafalaya mótinu í dag

Andri Þór Björnsson, GR,  Emil Ragnarsson, GKG og The Geaux Colonells, golflið Nicholls State hefja leik í dag á Atchafalaya Intercollegiate  í  The Atchafalaya á Idlewild golfvellinum í Louisiana. Þeir eru báðir búnir að spila 10 holur þegar þetta er ritað (kl. 17:00 að íslenskum tíma) og deila 4. sætinu (Athugið staðan getur enn breyst en keppnin er í gangi).

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Það eru u.þ.b. 50 kylfingar frá 8 háskólum sem taka þátt.

Atchafalaya

Atchafalaya í Louisiana

Það er Nicholls State sem er gestgjafi og hefur leiktímabilið á heimavelli.

Emil Þór mun aðeins taka þátt í einstaklingskeppnishluta mótsins.

Fylgjast má með gengi Andra Þórs og Emils með því að SMELLA HÉR: