Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 10:00

PGA: James Hahn sigraði á Northern Trust Open – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn James Hahn, sem stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open.

Hann lék samtals á 6 undir pari, 278 höggum líkt og Dustin Johnson og Paul Casey og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja.

Fyrst var par-4 18. holan spiluð og allir fengu par á hana.  Síðan var farið yfir á par-4 10. holuna og þar fengu DJ og Hahn fugla en Casey datt út.  Næst var par-3 14. holan spiluð og þar datt DJ út eftir að Hahn fékk fugl.

Sergio Garcia, Jordan Spieth, Hideki Matsuyama og Keegan Bradley deildu 4. sætinu, 1 höggi á eftir sigurvegaranum og þeim sem deildu 2. sætinu e. bráðabanann.

Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: