Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 09:30

LET: Lydia Ko sigraði á Women´s Australian Open

Það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sem sigraði á Women´s Australian Open, sem fram fór í Royal Melbourne Golf Club, Black Rock VIC í Ástralíu dagana 19.-22. febrúar, en mótinu lauk nú snemma í morgun.

Ko lék á samtals 9 undir pari, 283 höggum (70 70 72 71). Til að sjá Ko taka við verðlaunum sínum SMELLIÐ HÉR: 

Í 2. sæti varð Amy Yang frá Suður-Kóreu og í 3. sæti Ariya Jutanugarn frá Thaílandi.  Yang lék á 7 undir pari en Jutanugarn á smatals 4 undir pari, þannig að segja má að Lydia Ko hafi sigrað með nokkrum yfirburðum.

Chella Choi og Ilhee Lee, báðar frá Suður-Kóreu og Jenny Shin frá Bandaríkjunum deildu 4. sæti og luku allar leik á samtals 2 undir pari, hver.

Charley Hull var síðan ein af 5 sem lauk leik í 7. sæti á samtals 1 undir pari.  Aðrir keppendur voru á pari eða yfir.

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Australian Open SMELLIÐ HÉR: