Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2015 | 08:15

PGA: Högg 2. dags – risapútt hjá forystumanninum í hálfleik Retief Goosen

Högg 2. dags á Northern Trust Open á Riviera var 11 metra pútt Retief Goosen á 18. holu

Sjá má myndskeið af þessu æðislega pútti Goosen með því að SMELLA HÉR: 

Retief Goosen leiðir á Northern Trust í hálfleik er á samtals 6 undir pari, 136 höggum (66 70).

Öðru sætinu deila Graham DeLaet, Ryan Moore og Justin Thomas allir aðeins 1 höggi á eftir Goosen.

Einn í 5. sæti er síðan „gamla brýnið“ argentínska Ángel Cabrera á samtals 4 undir pari.

Fimm kylfingar deila síðan 6. sætinu allir á samtals 3 undir pari hver, en meðal þeirra eru Bubba Watson og Jordan Spieth.

Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR: