Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2015 | 14:30

Golfútbúnaður: Nýr bolti frá Mizuno – JPX

JPX boltinn er nýjasta nýtt frá Mizuno golfvöruframleiðandanum japanska.

Það væri nær að kalla JPX „holuhrauns-bolta“ því hann er alsettur smáum holum, byggður á því sem á ensku nefnist „dimple cluster“ concept, og breytir þar með bæði útliti og hönnun fyrri bolta Mizuno þ.e. MP-S (ætlaðir betri kylfingum) og MP-X.

Lykilatriði nýja boltans eru eftirfarandi:

1) holu-hönnunin, sem á að vera sérstaklega góð þegar boltinn tekur af stað eftir högg, þar sem mótstaða vinds er minnkuð.

2) JPX-inn á að geta verið lengur í loftinu þ.e. með notkun hans fæst lengra og betra flug og þ.a.l. lengra högg.

3) JPX-boltinn er mjúkur og hefir gott viðbragð og leikanleika (ens. playability).

Pakki með 12 boltum í kostar 35 pund í Englandi eða um 7000 krónur og kostar því u.þ.b. 583 íslenskar krónur stykkið.