Heimavöllur Alfreðs Brynjar, Leirdalsvöllur er líka einn af uppáhaldsgolfvöllum hans á Íslandi. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2015 | 12:15

GKG: Tímabundin lokun skrifstofu vegna framkvæmda

Á heimasíðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar má lesa eftirfarandi frétt:

Skálinn okkar verður fjarlægður á morgun (19. febrúar) ef veður leyfir. Samhliða því verður ProShoppan og hvíta húsið fært út fyrir byggingarsvæðið. Á meðan þessum framkvæmdum stendur verður síma- og rafmangslaust auk þess sem við höfum enga aðstöðu til að taka á móti ykkur og munu starfsmenn vinna heima þessa daga. Áætlað er að við getum opnað aftur þriðjudaginn 24. febrúar.

Vona að þið sýnið okkur þolinmæði og biðlund á meðan þessum framkvæmdum stendur.

Stjórn og starfsfólk GKG