Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2015 | 00:15

Darren Clarke fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016

Tilkynnt var um það í gær að Darren Clarke yrði nýi fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum árið 2016.

Hinn 46 ára Clarke (f. 14. ágúst 1968) frá Norður-Írlandi hefir leikið í 5 Ryder bikurum og var valinn varafyrirliði árið 2010 og 2012.

Hann var valinn umfram Miguel Ángel Jíménez og Thomas Björn sem báðir voru búnir að sýna starfinu áhuga.

Clarke sagði: „Ég er náttúrulega gífurlega toltur að hafa verið valinn fyrirliði liðs Evrópu árið 2016.  Ryder bikarinn hefir verið massívur partur lífs míns og ferils, þannig að hafa tækifæri til þess að leiða lið Evrópu á næsta ári er gríðarlegur heiður.“

„Ég er heppinn að hafa spilað undir stjórn og unnið með nokkrum frábærum fyrirliðum í 7 Ryderum mínum og ég hlakka til áskorunarinnar að fylgja í fótspor þeirra og hjálpa Evrópu að ná 4. titlinum í röð á Hazeltine á næsta ári.“