Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2015 | 07:00

Góð ráð frá Lexi

Á heimasíðu golfdrottningarinnar ungu Lexi Thompson mátti sjá meðfylgjandi mynd og lesa eftirfarandi ráð:

„Keep your dreams alive. Understand to achieve anything requires faith and belief in yourself, vision, hard work, determination, and dedication. Remember all things are possible for those who believe.“

Lausleg þýðing: „Haldið lífinu í draumum ykkar. Skiljið að til þess að ná öllu verður að hafa trú og enn meiri trú á sjálfa ykkur, framsýni, eljusemi, ákveðni og ástundun.  Munið að allt er mögulegt fyrir þá sem trúa.“

Lexi varð fyrir u.þ.b. viku þ.e. 10. febrúar 20 ára en hefir þrátt fyrir ungan aldur þegar unnið á risamóti.

Ofangreint er e.t.v. svolítið bandarískt, en satt engu að síður. Það verður að hafa sjálfstraust og trú á sjálfa sig – leyfa sér að dreyma drauma og sleppa aldrei takinu á þeim og gera allt til þess að ná þeim til þess að ná árangri.  Þetta ættu allir sem leggja hart að sér í golfæfingum að muna!  Og eins og er með svo margt í golfinu, þá á þetta sér einnig samsvörun úti í lífinu sjálfu.