Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 14:30

Champions Tour: Lee Janzen vann ACE Group Classic mótið!

Lee Janzen vann um helgina fyrsta titil sinn á Champions Tour.

Það gerði hann á ACE Group Classic mótinu, sem fram fór í Twin Eagles golfklúbbnum í Naples, Flórída.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru þeir Janzen og Bart Bryant efstir og jafnir báðir búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum hvor; Janzen (68 65 67) og Bryant (70 68 62).

Það varð því að koma til bráðabana og var par-4 18. hola Twin Eagles Talon vallarins spiluð og þar sigraði Janzen með pari, en Bryant datt strax úr leik á 1. holu með skolla.

Í 3. sæti varð Esteban Toledo á samtals 14 undir pari og í 4. sæti varð Scott Dunlap á samtals 13 undir pari.

Colin Montgomerie (Monty), sem leiddi um tíma endaði í 5. sæti á samtals 12 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á ACE Group Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: