Á Tiger að hætta í golfi?
Alltaf eru jafnmiklar væntingar bundnar því að Tiger hefji leik að nýju eftir meiðsli og alltaf eru vonbrigðin jafnmikil þegar honum gengur illa.
Mikið var gert úr að nú væri Tiger búinn að ráða einn sveifluþjálfarann enn, Chris Como og sá ætti aðeins að vera leiðbeinandi Tiger ætlaði jú sjálfur að finna gömlu sveifluna sína, sem hann er búinn að verja svo miklum tíma í að breyta.
En nú erum við að sjá Tiger gera hluti sem hann hefir aldrei gert áður á ferlinum eins og að spila hring upp á 82 högg (á Waste Management Phoenix Open 2015) – hann hefir ekki tekið þátt í þessu móti í heil 14 ár og svo því miður líka hluti sem við vorum að vonast að væri liðinn tíð; þ.e. að Tiger gengi frá keppni sárþjáður í einhverjum líkamspartinum.
Raddir gerast háværar um að hann eigi bara að hætta keppni – af heilsufarsástæðum.
Aðrir eru auðvitað á öndverðum meiði; fyrst og fremst af fjárhagslegum ástæðum; skipuleggjendur móta því mótshaldarar tapa jú stórt ef Tiger hættir og allskyns aðrir aðilar sem eiga fé undir að Tiger mæti í mót.
Tiger laðar að áhorfendur að mótum sem enginn annar kylfingur og golffréttir um Tiger hætta ekki að vera vinsælastar allra og er í raun sama hvað umfjöllunarefnið er: Tiger að selja eyju í Svíþjóð, Tiger að hanna golfvöll, Tiger og Lindsey, Tiger, Tiger og meiri Tiger.
Sumir eru þeirrar skoðunar að hætta eigi þá þegar leikar standi hæst, en Tiger er bara með allt niðr´um sig núna og eigi a.m.k. að sigra á 1 risamóti enn áður en hann hætti.
Hvað Tiger áhrærir hefir ekkert borist frá honum að hann sé hættur – hann æfir bara stöðugt og vonast til að ná heilsu!!! Allt annað er skrifað í skýin.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
