Fékk hús í verðlaun fyrir ás!
Verðlaun í golfi fyrir ása eru venjulega ansi frábær. Hér á landi jafnvel þekkist að í verðlaun séu utanlandsferðir, eða bílar en heldur óvenjulegra var að í verðlaun væri naut eins og a.m.k. 1 dæmi er um á Norðurlandi.
Erlendis þekkjast geimferðir í verðlaun og nú bætast enn ein glæsiverðlaunin sem sögur fara af við; en á True Thailand Classic s.l. helgi (14.-15. febrúar 2015) var í verðlaun heilt hús fyrir að fara holu í höggi á par-3 14. holunni sem er 192 yardar (175 metra).
Heimamaðurinn Panuphol Pittayarat var kominn 5 yfir par þegar hann náði draumahögginu, sem ekki bara bætti skor hans til muna heldur er þessi 22 ára ungi maður þegar orðinn fasteignaeigandi.
Pittayarat var að vonum ánægður með húsið sem hann fékk fyrir ásinn.
„Ég var ekki viss um hvort boltinn hefði farið í holuna, en einn af strákunum hljóp upp á flöt og sagði að það væru engir boltar á flöt. Pittayarat bætti við: „Mér leið eins og ég hefði unnið mótið!“
Hann komst þó ekki einu sinni í gegnum niðurskurð í mótinu – til þess hefði hann þurft að fækka höggunum um fjögur. En hann gat e.t.v. nýtt tímann til þess að innrétta húsið flotta sem hann fékk í verðlaun.
„Þetta er í 2. sinn á ferlinum sem ég fer holu í höggi. Ég hélt aldrei í alvörunni að ég myndi setja þetta niður,“ bætti Pittayarat við.“
Með geislandi brosi sagði Einherjinn loks: „Allt sem ég fékk í fyrra skiptið voru 2 högg, en í þetta sinn vann ég virkilega eitthvað. Ég er búinn að horfa á myndina af þessu húsi á hverjum degi síðan ég kom. Og nú á ég það!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
