Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 08:00

GR: Þorrablóti aflýst vegna dræmrar þátttöku

Þorrablóti Golfklúbbs Reykjavíkur sem fara átti fram laugardagskvöldið 21. febrúar hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.

Menn missa þar með af frábærum skemmtiatriðum en m.a. ætlaði Guðni Ágústsson að mæta og segja gaman- sögur.

Þeir aðilar sem gengið hafa frá greiðslu við skráningu eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu í síma 585-0200.