Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 07:00

Davis Love III fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna í 2. sinn

Skv. óstaðfestum fréttum frá mönnum kunnugum öllum hnútum innanbúða hjá PGA of America hafa ráðamenn þar þegar valið Davis Love III sem fyrirliða liðs Bandaríkjanna í Rydernum á næsta ári, 2016.

Golf Channel var fyrst með fréttina.

Ryderinn 2016 mun fara fram í Bandaríkjunum.

Sagt er að tilkynna eigi formlega um valið 24. febrúar þegar Honda Classic fer fram í höfuðstöðvum PGA í Palm Beach Gardens, Flórida.

Love var fyrirliði þegar Evrópu sigraði í „Kraftaverkinu í Medinah 2012″ í Chicago 2012.

Lið Bandaríkjanna hefir aðeins sigrað í 1 af s.l. 7 viðeignum heimsálfanna í Ryder bikarnum.

Búist er við að lið Evrópu tilnefni Darren Clarke sem fyrirliða sinn í Rydernum en Clarke og Love eru miklir vinir.