Adam Scott og kærestan Marie Kojzar
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 05:45

Adam Scott og frú eignuðust dóttur í nótt

Nr. 5 á heimslistanum Adam Scott og eiginkona hans Marie Kojzar eignuðust sitt fyrsta barn í nótt, 15. febrúar 2015.

Hjónakornin kvæntust í fyrra eftir The Masters risamótið í mestu kyrrþey. Svo hljótt fór um brúðkaupið að ekkert spurðist út um það fyrir en 3 vikum eftir athöfnina.

Stelpan þeirra Adam og Marie fæddist á Gullströndinni í Ástralíu og hefir þegar hlotið nafnið Bo Vera Scott.

Móður og dóttur heilsast báðum vel.

Í fréttatilkynningu frá Adam Scott sagði:

„Við erum stolt og hamingjusöm að geta tilkynnt um fæðingu fallegu dóttur okkar, Bo Veru Scott, sem fæddist sunnudaginn 15. febrúar 2015.  Kærar þakkir Dr. Flynn og félagar í Pindara Private Hospital á Gullströndinni, í Queensland, Ástralíu.“

Adam Scott hefir ekkert keppt það sem af er árinu.  Síðasta mót sem hann keppti í var  Australian PGA Championship.

Scott sleppti að keppa á PGA Tour mótunum í Hawaii; vildi mun fremur vera með konu sinni sem þá var komin á síðustu stig meðgöngu. Búist er við að Scott snúi aftur til keppni í Flórída annaðhvort á  Honda Classic eða Doral.