Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 04:00

Evróputúrinn: Dodt sigurvegari True Thailand Classic – Hápunktar 4. dags

Andrew Dodt frá Ástralíu sigraði á True Thailand Classic mótinu, en mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Asíutúrsins.

Dodt lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (71 67 67 67). Fyrir sigurinn hlaut Dodt € 289,862.

Í 2. sæti urðu landi Dodt, Scott Hend og heimamaðurinn Thongchai Jaidee aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR: