Tveir lifa af flugslys á golfvelli
Að flugvélar lendi á golfvelli er e.t.v. ekki óþekkt. En að flugvél hrapi á golfvöll – og allir komist lífs af er ansi sérstakt og auðvitað gleðilegt.
Á einhvern óskiljanlegan hátt lifðu tveir menn einvhern veginn af þegar ein-hreyfla Cessna flugvél þeirra hrapaði á golfvöll Valley View í Layton, Utah.
Skv. KSL.com sjónvarpsfréttastofunni klippti vélin tré við æfingasvæðið áður en hún lenti öfug þ.e. með nefið grafið í bönker á æfinga chippflötinni. Sjá fréttina með því að SMELLA HÉR:
„Einn gæjinn sem við hjálpuðum úr vélinni, farþeginn virtist vera ansi mikið í lagi með. Flugmaðurinn var þjáðari því hann var fastur í vélinni,“ sagði yfirgolfkennari Valley View, Dustin Volk. „Það lak blóð úr höfði hans. Við leystum hann úr öryggisbeltinu og biðum saman eftir að sjúkrabíllinn kom.“
Gert var að sárum flugmannsins á vettvangi en farþeginn var fluttur á spítala í nokkuð góðu ásigkomulagi.
„Það var afar mikil heppni að enginn klúbbfélagi skyldi meiðast þar sem margir félagar spila völlinn [á laugardegi].“ sagði slökkviliðsmaður Layton City, Doug Bitton í viðtali við KUTV2. Sjá með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
