Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 23:13

Mickey Wright 80 ára

Mickey Wright varð 80 ára í dag, Valentínusardaginn 2015, en hún er fædd 14. febrúar 1935.

Wright var af mörgum þ.á.m. Ben Hogan og Byron Nelson talin hafa bestu golfsveifluna í golfsögunni.

Wright sigraði 13 sinnum á sama ári, þ.e. 1963, sem er met enn þann dag í dag.

Hún vann sér inn 82 LPGA titla þar af 13 í risamótum kvennagolfsins.

Aðeins Kathy Whitworth, hefir sigrað fleiri á LPGA eða 88.