Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 09:00

LET: 3 leiða f. lokahring RACV Ladies Masters

Það eru ensku kylfingarnir Charley Hull og Holly Clyburn auk Eun Woo Choi frá Suður-Kóreu sem leiða fyrir lokahring RACV Ladies Masters 2015.

Mótið fer fram í Royal Pines á Gullströndinni í Ástralíu.

Clyburn, Hull og Choi eru allar búnar að spila á samtals 4 undir pari.

Hópur annarra 3 kylfinga fylgir fast á eftir, en aðeins 1 höggi muna á þeim þ.e. forystukonunum í 1. sæti og þeim Tonje Daffinrud frá Noregi og áströlsku kylfingunum Su-Hyun Oh  og forystukonu 2. dags Rebeccu Artis.

Til þess að sjá stöðuna RACV Ladies Masters 2015 SMELLIÐ HÉR: