Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 07:00

Bjarki og Gísli spila lokahringinn í Montado í dag

Þriðji hringur í Montado í Portúgal þar sem 4 íslenskir kylfingar taka þátt á Portuguese International Amateur Championship féll niður í gær vegna þoku.

Ákveðið var að aðeins 40 efstu fái að spila lokahringinn í dag og því ljóst að aðeins Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, spila í dag.

Bjarki hefir leikið á  samtals 2 undir pari, 142 höggum (74 68) og er T-19 og Gísli Sveinbergs, GK er búinn að spila á  samtals pari (74 70) og er T-32.

Axel Bóasson, GK og Kristján Þór Einarsson, GM, spila ekki í dag, en a.m.k. Kristján Þór mun gegna hlutverki kylfubera sbr. facebook færslu hans:

Eftir að það þurfti að fresta rástímum dagsins (þ.e. í gær 13. febrúar 2015) um 5 klukkutíma tók mótsstjórnin þá ákvörðun að fella niður daginn í dag og stytta mótið í 54 holur, þetta var ekki mitt besta mót en núna veit ég hvað ég þarf að lga í mínum leik fyrir sumarið.. Gamli fer í starf kylfubera á morgun þar sem Bjarki er að spila frábært golf og er sem stendur á -2 og aðeins 5 höggum frá efsta manni og Gísli er einnig að spila vel og er á pari eftir tvo hringi og komst einnig í gegnum niðurskurðinn.“

Til þess að sjá stöðuna á Portuguese International Amateur Championship SMELLIÐ HÉR:

(Fara þarf hægra meginn á síðuna skrolla niður þar sem segir Resultados)