Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 18:45

Honolulu lögreglan segist ekki hafa fundið sannanir fyrir viðveru Allenby í strippklúbb

Honolulu lögreglan sagðist ekki hafa fundið trúverðug sönnungargögn um að ástralski kylfingurinn Robert Allenby hafi verið í strippklúbb kvöldið sem hann segist hafa verið rændur, barinn og hent í farangursgeymslu bifreiðar þaðan sem honum var hent út úr bílnum í skrúðgarði 10 km utan við Honolulu að sögn konu, sem síðar neitaði þessari staðhæfingu Allenby.

Þetta er þrátt fyrir frásagnir fjölmiðla um að Allenby hafi verið gestur á nektar- og strippstaðnum Club Femme Nu, sem er mitt á milli tattústofu og kóreansks veitingastaðar í miðborg Honolulu, þann 16. janúar s.l.

Þetta mál er nú búið að vera í fréttum í tæpan mánuð.

Lögreglan í Honolulu hefir einnig staðfest að rannsóknir þeirra hafi ekki fundið neinar sannanir þess að Allenby hafi verið rænt.

„Þrátt fyrir fjölmargar frásagnir fjölmiðla hefir rannsóknarlögreglan ekki fundið trúverðug sönnunargögn eða vitni sem benda til þess að Hr. Allenby hafi verið á nektarstað þetta kvöld,“ sagði Michelle Yu fulltrúi Honolulu lögreglunnar.

„Það bendir heldur ekkert til þess að Hr. Allenby hafi verið rænt.

„Rannsóknarlögreglan er enn að rannsaka hvort um stuld hafi verið að ræða og hvernig Hr. Allenby hlaut ákomur sínar.“