Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 11:00

Evróputúrinn: Jiménez efstur í hálfleik í Thaílandi – Hápunktar 2. dags

Það er spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez, sem er efstur á True Thailand Classic mótinu sem fram fer í Black Mountain GC í Hua Hin, Thaílandi.

Mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins.

Jiménez er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 133 höggum (67 66).

Einn í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Jiménez er heimamaðurinn Kiradech Amphibarat á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag  True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: