Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 09:00

Konan eða golfið? Ég mun hennar sakna með Bronz – Myndskeið

Herrakvöld Tuddana fer fram nú í ár eftir nákvæmlega viku þ.e. 20. febrúar.

Hér er lag sem á rætur sínar að rekja til Golfklúbbsins Tudda, en það heitir „Ég mun hennar sakna“ og á væntanlega eftir að heyrast á framangreindu herrakvöldi.

Í laginu, sem hljómsveitin Bronz flytur, er fjallað um grundvallarspurninguna, sem sérhver karlkylfingur stendur frammi fyrir einhvern tímann á ævinni hvort fremur eigi að eiga forgang golfíþróttin eða konan.

Titill lagsins svarar í raun hvað verður fyrir valinu og hefir verið efni í fjölda golfbrandara.

Hér má sjá „Ég mun hennar sakna“ með Bronz SMELLIÐ HÉR: