Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 15:00

Maður handtekinn í Allenby-málinu

Owen Harbison, 32 ára síbrotasmákrimmi í Honolulu hefir verið handtekinn eftir að vídeóupptökur veittu sönnur á að hann hefði notað stolin kreditkort ástralska kylfingsins Robert Allenby.

Harbison hefir þegar verið í fangelsi vegna óskyldra mála.

Ef hann verður dæmdur sekur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi.

Allenby hélt því fram að sér hefði verið byrlað ólyfjan á vínbar sem hann var á, hann hefði verið barinn, þannig að hann hefði misst meðvitund og öllu sem hann var með á sér af verðmætum stolið þ.e. veski, reiðufé og kreditkort. Sér hefði síðan verið fleygt út í skrúðgarði 10 km frá vínbarnum.

Vitni komu fram sem sögðu að ekki hefði verið rétt að Allenby hefði verið í skrúðgarðinum, heldur hefði hann rotast á stein rétt hjá vínbarnum eftir að hafa komið drukkinn út úr strippklúbb, en upptökur af Allenby staðfestu að hann hefði verið á strippklúbbnum.

Talið er að Harbison hafi tekið út sem svarar 20.000 bandaríkjadollara af korti Allenby, en lögreglan vildi ekki fara nánar út í, í hvað Harbison hefði varið peningunum, sem hann tók út af korti Allenby.

Sjá má upptöku af tilkynningu lögreglunnar um handtökuna í Allenby-málinu með því að SMELLA HÉR: