Anna prinsessa meðal 7 fyrstu kvenna sem fengu inngöngu í R&A
Anna Bretaprinsessa, dóttir Elísabetar Englandsdrottningar er meðal fyrstu 7 kvenna sem fengu heiðursfélagsaðild (ens. honorary membership) að Royal&Ancient, fyrstar kvenna.
Heimavöllur félaga R&A er St. Andrews völlurinn, sem oft er nefndur vagga golfíþróttarinnar.
R&A var stofnað 1754 og það tók klúbbinn 260 ár að ákveða að konur mættu verða félagar í golfklúbbnum, en ákvörðun um það var tekin í september 2014, eftir atkvæðagreiðslu félaga klúbbsins.
Konum hafði fram að því verið meinuð aðild að R&A, þó þær hafi mátt spila á völlum klúbbsins.
Aðrar konur sem hlutu heiðursfélagaaðild eru: Annika Sörenstam, Dame Laura Davies en þær báðar hafa þegar hlotið inngöngu í frægðarhöll kylfinga; Renee Powell, ein fyrsta blökkukonan til þess að spila á LPGA; Belle Robertson (f. McCorkindale), skoskur kylfingur sem var 9 sinnum í Curtis Cup – tvisvar sinnum sem fyrirliði; Lally Segard (f. Vagliano, sem bikarinn er nefndur eftir) frönsk hertogaynja af de Saint-Sauveur, einn besti franski kvenkylfingur allra tíma, sigraði m.a. á British Girls’ Championship árið 1937 og Louise Suggs, en sú síðastnefnda var meðal stofnenda LPGA.
Þess ber að geta að R&A stóð sig mun betur en Augusta National, sem fram til þessa hefir aðeins opnað dyr sínar fyrir tveimur konum; Condoleezu Rice og Dörlu Moore, en varð þó fyrri til að veita konum félagsaðild.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

