Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 07:00

GÖ: Sveinn Steindórsson nýr vallarstjóri

Sveinn Steindórsson hefur verið ráðinn vallarstjóri GÖ frá og með 1. apríl 2015.

Sveinn er menntaður gras- og golfvallafræðingur frá Elmwood College í Cupar á Skotlandi og hefur um árabil starfað í sínu fagi hér á landi og erlendis.

Sveinn hefur síðustu fjögur ár verið aðstoðarvallarstjóri hjá golfklúbbnum Keili.

Þrjú ár þar á undan var hann aðstoðarvallarstjóri hjá GKG.

Sveinn er giftur Guðrúnu Svölu Gísladóttur félagsráðgjafa, og eiga þau tvö börn.

Stjórn GÖ býður Svein velkominn til starfa hjá klúbbnum.