Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá varð T-12 á The Gold Rush

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State, The Bulldogs, tóku þátt í The Gold Rush.

Mótsstaður var Old Ranch CC á Long Beach í Kaliforníu og stóð mótið 9.-10. febrúar 2014.

Þátttakendur voru 65 frá 11 háskólum.

Guðrún Brá lék samtals á 10 yfir pari, 226 höggum (75 76 75) og varð T-12, þ.e. deildi 12. sætinu með Katiu Joo.

Fresno State varð í 2. sæti í liðakeppninni og var Guðrún Brá á næstbesta heildarskorinu í liðinu.

Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 23. febrúar n.k. í San Jose, Kaliforníu

Til þess að sjá lokastöðuna á The Gold Rush SMELLIÐ HÉR: