Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og The Ragin Cajuns í 13. sæti í Oak Hills

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, tóku þátt í UTSA Oak Hills Invitaional mótinu.

Mótið fór fram í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas og var tveggja þ.e. fór fram dagana 9.-10. febrúar 2015 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum.

Haraldur Franklín lék á samtals 14 yfir pari, 227 höggum (78 72 77) og varð T-53 þ.e. deildi 53. sætinu í einstaklingskeppninni.

Hann var á 3. besta heildarskori Louisiana Lafayette, sem varð í 13. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á UTSA Oak Hills Inv. SMELLIÐ HÉR: