Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2015 | 01:06

PGA: Jason Day sigraði á Farmers Insurance Open e. 4 manna bráðabana

Það var ástralski kylfingurinn Jason Day sem bar sigur úr býtum eftir 4 manna bráðabana á Farmers Insurance Open í La Jolla, Kaliforníu.

Sigurinn vannst þegar á 2. holu bráðabanans.

Það voru auk Day þeir Harris English, JB Holmes og Scott Stallings sem voru efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik, allir á 9 undir pari, 279 höggum.

Það varð því að koma til bráðabana og var par-5 18. holan spiluð fyrst.  English og Stallings voru á pari meðan Day og Holmes fengu fugl.  Næst var því einvígi milli þeirra tveggja sem eftir voru á par-3 16. holunni.   Þar fékk Day par en Holmes tapaði sigrinum, með skolla.

Til þess að sjá lokastöðuna á Farmers Insurance Open 2015 SMELLIÐ HÉR: