Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2015 | 00:30

Billy Casper látinn

Billy Casper, einn af sigursælustu sigurvegurum á PGA Tour og einn besti púttari allra tíma er látinn.

Hann lést í Springville, Utah, í fyrradag, 7. febrúar 2015.  Hann varð 83 ára og banamein hans var hjartaáfall.

Skv. syni Billy Casper, Bob, var faðir hans í 5 vikur eftir Þakkargjörðarhátiðina (ens.: Thanksgiving) á sjúkrahúsi þar sem hann barðist við lungnabólgu.

Hann gat þó verið heima þar sem hann var í endurhæfingu 4 sinnum í viku.

Ástand hans versnaði í síðustu viku og voru kona hans Shirley, til 62 ára og fjölskylda hjá honum þegar Billy Caspar lést.

Á árunum 1956 og 1975 vann Casper 51 titil á PGA Tour þ.á.m. 3 ristamót og hann var efstur á peningalistanum 1966-1968.

Hann er 7. á lista þeirra sem sigrað hafa oftast á PGA Tour.