Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2015 | 11:50

Jamega Tour: Axel Bóasson í 1. sæti e. 1. dag í Portúgal

Fimm íslenskir kylfingar taka þátt á móti Jamega Algarve Pro Golf Tour, í Morgado, Portúgal; þ.e. þeir Axel Bóasson, núverandi klúbbmeistari GK; Gísli Sveinbergsson, GK; Kristján Þór Einarsson, GM stigameistari GSÍ 2014; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og  Bjarki Pétursson, GB.

Mótið stendur 7.-8. febrúar 2014.  72 eru skráðir í mótið.

Eftir 1. hring sem leikinn var í gær er Axel Bóasson, GK, efstur í mótinu; lék á glæsilegum 4 undir pari, 69 höggum.

Axel átti erfiða byrjun en lék síðan eins og engill að sögn landsliðsþjálfarans okkar, Úlfars Jónssonar. Á hringnum fékk Axel 7 fugla en einnig 1 skolla og 1 skramba.

Seinni hringurinn hjá Axel er að hefjast nákvæmlega á þeim tíma sem þessi frétt Golf 1 birtist, þ.e. kl. 11:50 og ekki spurning hvar hugurinn er og vonum við hér á Golf 1 að íslensku strákunum okkar gangi sem allra best í Morgado!!!

Bjarki Pétursson, GB, lék 1. hring á 3 yfir pari, 76 höggum og er T-37; Gísli Sveinbergsson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG léku á 4 yfir pari, 77 höggum og eru T-41 og Kristján Þór Einarsson lék á 5 yfir pari, 78 höggum og er T-49.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: