Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2015 | 11:00

Evróputúrinn: Íslandsvinurinn Lahiri sigraði á Maybank Malaysian Open

Það var Indlandsmeistarinn og Íslandsvinurinn Anirban Lahiri, sem sigraði á Maybank Malaysian Open, nú í morgun 8. febrúar 2015.

Lahiri lék samtals á 16 undir pari, 272 höggum (70 72 62 68).

Með glæsilokahring sínum upp á 4 undir pari, 68 höggum og enn glæsilegri 3. hring upp á 10 undir pari, 62 högg, þar sem Lahiri fékk 10 fugla má segja að Lahiri hafi tryggt sér sigurinn og komið þar með í veg fyrir að Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger næði að tryggja sér sinn fyrsta sigur í 3 ár á Evrópumótaröðinni.

Wiesberger sem leiddi fyrir lokahringinn var aðeins 1 höggi á eftir Lahiri, en hann á tvo sigra á Evrópumótaröðinni í beltinu, sem báðir komu árið 2012.

Sigurvegarinn Lahiri kvæntist á s.l. ári og í miðju brúðkaupsferðalagi fékk hann boð um að spila í Opna breska risamótinu, sem hann þáði og ferðaðist m.a. um Evrópu og kom m.a. til Íslands og spilaði Brautarholtsvöll – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  og með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Malaysian Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4.dags á Maybank Malaysian Open SMELLIÐ HÉR: