Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2015 | 00:15

PGA: English og Holmes efstir og jafnir fyrir lokahring Farmers Insurance Open

Það eru þeir Harris English og JB Holmes sem deila forystunni eftir 3. keppnisdag Farmers Insurance Open.

JB Holmes

JB Holmes

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum, hvor; English (68 66 73) og Holmes (69 70 68).

Fimm kylfingar deila 3. sætinu: Lucas Glover, Jimmy Walker, Spencer Levin, Chad Campbell og Nick Watney allir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Það verður því heldur betur spennandi lokahringurinn á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: