Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2015 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Monique Smit (25/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 13.-34. sætinu.

Næst verða kynntar þrjár stúlkur sem urðu í 10.-12. sætinu, en þær léku á samtals 4 undir pari. Þetta eru þær  Maha Haddioui frá Marokkó, Anne Van Damm, frá Hollandi og  Monique Smit frá Suður-Afríku.

Sú sem kynnt verður í dag er Monique Smit, frá Hún lék á samtals 4 undir pari, skorinu 356 höggum ( 72 69 68 76 71)

Monique Smit fæddist 26. febrúar 1991 í Nelspruit, Suður-Afríku og er því 23 ára.

Smit er ljóshærð og brúneyg. Hún byrjaði að spila golf 11 ára og segir móður sína og frænda hafa haft mest áhrif á feril sinn.

Þann 1. ágúst 2011 gerðist Smit atvinnumaður í golfi efti farsælan áhugamannsferil í S-Afríku.

Smit býr í George í S-Afríku.

Meðal áhugamála Smit eru allar íþróttir, bílar, að horfa á kvikmyndir, lesa og verja tíma með vinum sínum.