Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2015 | 10:00

Fowler: Erfitt að horfa upp á Tiger

Rickie Fowler var í ráshóp með Tiger þegar hann hætti keppni eftir 11 spilaðar holur á Farmers Insurance Open.

Hann sagði að erfitt hefði verið að sjá Tiger draga sig úr mótinu.

Tiger var að hefja leik eftir að hafa átt versta hring ferils síns upp á 82 högg á Waste Management Phoenix Open í vikunni þar áður.

„Augljóslega var erfitt að sjá hann ströggla með erfiða byrjun og það virtist fara í pirrurnar á honum,“ sagði Fowler.

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað var að, augljóslega finnst mér gaman að spila með honum og það er bara erfitt að sjá hann ekki í sínu besta formi hvort sem er með leik sinn eða heilsu.“

Fowler bætti við: „Ég hef átt við bakmeiðsli að stríða og fullt af öðrum strákum hafa fengist við meiðsli.  Það er bara erfitt að spila þegar maður er meiddur.“

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er sem hrjáir hann. Ég hugsa að það tengist bakinu eða öðru en jamm…. golf er kannski ekki mikið snertisport en líkaminn fær svo sannarlega að finna fyrir því.“