Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Anne Van Dam (24/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 13.-34. sætinu.

Næst verða kynntar þrjár stúlkur sem urðu í 10.-12. sætinu, en þær léku á samtals 4 undir pari. Þetta eru þær  Maha Haddioui frá Marokkó, Anne Van Dam, frá Hollandi og  Monique Smit frá Suður-Afríku.

Sú sem kynnt verður í dag er Anne Van Damm, frá Hollandi. Hún lék á samtals 4 yfir pari, skorinu 356 höggum ( )

Anne Van Dam fæddist 2. október 1995 í Arnhem, Hollandi og er því aðeins 19 ára. Síðan árið 2010 hefir hún verið að safna stigum á heimslista áhugamanna, þar sem hún náði hæst að verða í 28. sæti.

Van Dam spilaði í Junior Solheim Cup.

Heima í Hollandi er Van Dam í  Edese Golf Club en á árunum 2011 – 2012 spilaði Van Dam í de Noordwijkse Golfclub og skipti síðan yfir í Eindhovensche Golf árið 2013.

Þetta ár, 2013, varð Van Dam hluti af hollenska kvennagolflandsliðinu í golfi.

Á síðasta ári tók hún þátt í Lalla Aicha Tour School í Marokkó og komst í fyrstu tilraun sinni inn á LET.