Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 13:30

PGA: Nicholas Thompson efstur e. 1. dag Farmers Insurance Open

Það er bróðir Lexi Thompson, Nicholas, sem er í efsta sæti í hálfleik á Farmers Insurance Open, á Torrey Pines, La Jolla, Kaliforniu.

Thompson er búinn að spila á 8 undir pari, 64 höggum.

Forysta hans er þó naum, en á hæla hans aðeins 1 höggi á eftir á 7 undir pari, 65 höggum er nafni hans Michael Thompson.

Nýstirnið Brooks Koepka vermir síðan 3. sætið ásamt Cameron Tringale, á 6 undir pari, 66 höggum og eru þeir til alls líklegir.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Farmers Insureance Open SMELLIÐ HÉR: