Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 11:00

Fred Couples næsti Ryder bikars fyrirliði liðs Bandaríkjanna?

Fred Couples heilsaði upp á Tiger Woods í gær á Torrey Pines, en Couples er einn fárra sem hefir aðgang að innsta hring Tigers.

Couples brosti, sem hans er vani, þegar blaðamenn nálguðust hann og sagði að hann hefði þurft að koma til Torrey Pines til þess að borga veðskuldir sínar eftir að hafa flaskað rækilega á að veðja á Super Bowl.

„Þetta var ljótt,“ brosti Couples, sem stutt hefir Seattle Seahawks alla sína ævi og er sagður hafa tapað um 10 veðmálum við vini sína þ.m.t. LaCava, kylfusvein Tiger.

Það eru fáir ef nokkrir sem fá að verja heilum morgni með fyrrum nr. 1 (Tiger).  En Couples á allt eins mikinn vin í Phil Mickelson og Michael Jordan, vefur þá alla um fingur sér með sjarma og vingjarnleika.

Það er þess vegna sem Fred Couples er álitinn mjög heitur kandídat í að verða næsti Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjamanna.

Couples gekk 9 holur með Tiger

Couples gekk 9 holur með Tiger. T.v.: Joe LaCava kaddý Tiger, fyrrum kaddý Couples

„Ég myndi elska að taka að mér starfið (sem fyrirliði í Ryder bikarnum).  Hver sem verður næsti fyrirliði held ég að verði að fá samþykki leikmannanna,“ sagði Couples.  „Það væri gaman.“

„Ég hef ekkert beðið um þetta.  Ég spilaði nokkra hringi við Phil og gekk 9 holur með þessum ketti (Tiger),“ sagði Couples um tvo helstu stuðningsmenn sína í starfið. „Vitið þið þeir vita hvað þeir eru að gera.“

Og Couples veit svona hitt og þetta um liðakeppnir – var m.a. fyrirliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.

„Forsetabikarinn er auðveldari. Í Rydernum fá ekki allir að spila,“ segir Couples. „Ég held að það séu stundum illindi þegar einhver fær ekki að spila og ég er ekkert að tala um Phil (sem ekki fékk að spila s.s. kunnugt er í heilan dag á Rydernum s.l. september 2014 – í fyrsta sinn á ferlinum). Það er erfitt ef allir vilja spila í öllum leikjum,“

„Ég var fyrirliði í Forsetabikarnum og flaug til Ástralíu til þess að vera viðstaddur blaðamannafund.  Það hafði ég eiginlega engan áhuga á,“ sagði Couples hreinskilningslega.

Það eru hlutar af því að vera fyrirliði sem ekki eiga við afslappaðan persónuleika Couples, þ.á.m. 2 ára stöðug og ákörf fjölmiðlaathygli og stress vikur með fullt af utan vallar skyldum.

En að öðru leyti væri ekkert erfitt fyrir Couples að vera fyrirliði. Þetta snýst nefnilega allt um leikmennina.

Hvaða ráð ég myndi gefa þeim? spurði Couples. „Ég get ekki gefið nein ég get ekki sagt þeim að chippa betur eða pútta betur eða dræva betur. Þeir gera allt sem þeir geta.“

Það þarf líka að laga ýmsa þætti þetta ætti ekki að snúast um endalaus matarboð og tímafreka fundi með liðinu …. bara golf.

„Þegar við förum til Augusta förum við ekki bara í kjól og hvítt og gerum allt á eigin spýtur. Ég er ekki að segja að Ryder bikarskeppnin þurfi að vera svona en ég segi að hún ætti að snúast meira um leikmennina.  Þetta snýst allt um leikmennina.“

Couples telur að ákvörðunin um hver eigi að verða fyrirliði ætti að vera komin undir leikmönnunum, þ.á.m. hvort hann eigi að verða fyrirliði.

„Næsti gæinn sem þeir velja verður einhver sem leikmennirnir vilja hafa,“ sagði hann. „Ég veit að þetta hljómar harðneskjulega en ef þið settust niður með 50 bestu kylfingum okkar (Bandaríkjamanna) og bæðuð þá um að skrifa hvern þeir myndu vilja sem fyrirliði, þá held ég ekki að margir hefðu valið Tom Watson.“ 

„Ég dáist að Tom Watson; hann hefir hjálpað mér með leik minn, en ég er bara að tala um leikmennina.“

Til þess að gera langa sögu stutta þá myndi Couples væntanlega vera vinsæll meðal leikmanna, leiðtogi sem ætti búningsherbergið vegna bross síns og brandara. Jafnvel líka vegna þess að hann er viljugur að veðja á hitt og þetta… allt í góðu.“