Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 11:53

Viðtal við Tiger fyrir Farmers Insurance Open

Í dag hefst á Torrey Pines, í La Jolla, Kaliforníu, Farmers Insurance Open og meðal keppenda er Tiger Woods.

Í viðtalinu talar hann m.a. um fráfall Charlie Sifford og um versta hring á ferli sínum, sem voru 82 högg í síðasta móti, Waste Management Phoenix Open.

Tiger virðist afslappaður um hvort hann nái niðurskurði eða ekki, en segir markmiðið með mótunum að vera að koma sér í form fyrir Masters risamótið í  Augusta.

Hvort það tekst er skrifað í skýin, en eins og frægur maður (Albert Einstein) benti á mistekst manni ekki fyrr en maður hættir að reyna!

1-Einnsteinn

Sjá má viðtalið við Tiger fyrir Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: