Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 08:20

Evróputúrinn: Westy og GMac leiða snemma dags í Malasíu

Í dag hófst samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evróputúrsins, Maybank Malaysia Open, en mótið fer fram Kuala Lumpur G&CC.

Snemma dags eru það enski kylfingurinn Lee Westwood (Westy) og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi (GMac) sem leiða); báðir búnir að spila á  6 undir pari, 66 höggum.

Á hæla þeirra aðeins 1 höggi á eftir eru þeir Danny Cha og Tommy Fleetwood á 5 undir pari, 67 höggum.

Enn öðru höggi á eftir eru Alejandro Cañizares frá Spáni og Anders Hansen frá Danmörku á 4 undir pari, 68 höggum – en margir eiga eftir að ljúka keppni og gæti staðan því enn breyst.

Fylgjast má með stöðunni á Maybank Malaysia Open með því að SMELLA HÉR: